Hafrahvammagljúfur
Skemmtileg gönguleið um ytri hluta Hafrahvammagljúfurs. Gengið er af stað frá áningarstað við gljúfrin utan við Kárahnjúkastíflu. Ganga þarf smá spöl uppi á gilbarminum áður en hægt er að komast ofan í gilið. Eftir það er árbotninum fylgt út fyrir Hnitasporð og gengið inn Desjarárgil. Farið er upp úr gilinu þegar komið er að fyrstu ókleifu fossunum og gengið upp úr Desjarárdal í átt að Hrafnkelsdal. Fyrir styttri útgáfu leiðarinnar er hægt að láta sækja sig á bíl þar uppi á hálsinum. Að öðrum kosti er gengið yfir í Hrafnkelsdal og endað á bæjarhlaðinu á Aðalbóli. Mjög stórgrýtt er í botni Hafrahvammagljúfurs og sleipt á steinunum þar sem þarf að vaða ánna svo mælt er með því að fólk hafi með sér göngustafi.
- Einungis hægt að ganga á tímabilinu 25.júní til 30.júlí.
- Vegalengd = 17,2km
- Mesta hæð = 690mys
- Hækkun = 300m
- Göngutími = 9,5klst
Meira síðar
Fjallgönguklúbburinn Fjallhress
|