Hrafnkelsdalur gengur suður úr Jökuldal, gegnt bænum Brú. Dalurinn er allvel gróinn og þar er talsvert birkikjarr og víðirunnar.

Bærinn Aðalból í Hrafnkelsdal stendur í 390 metra hæð yfir sjávarmáli og er meðal þeirra bæja sem lengst eru frá sjó á Íslandi. Bærinn er þekktur úr Hrafnkelssögu Freysgoða en þar reisti Hrafnkell Hallfreðarson bú. Mörg örnefni í landi Aðalbóls minna á söguna. Útibúr Hrafnkels goða er þar í túni en Faxamýrar og Faxagil eru alllangt fyrir innan bæinn og þar eru einnig Faxahús.

Á Aðalbóli er unnið handverk úr austfirskum við á trésmíðaverkstæði Sáms bónda ehf.

Leitið nánari upplýsinga.
Sámur bóndi ehf.
Aðalból 2
701 Egilsstaðir
Sími:471-2788
GSM:864-2788

Email